Það færist sífellt í vöxt að fyrirtæki sjái sér hag í að fela utanaðkomandi aðilum umsjón með tilteknum þáttum starfsemi sinnar. Þetta hefur verð nefnt útvistun á íslensku, sem margir þekkja undir enska orðinu "outsourcing".

Einn þessara þátta er skrifstofuhaldið og er þá átt við allt bókhald og upplýsingagjöf til stjórnenda. Einnig laun, greiðslur reikninga, útprentun og innheimta sölureikninga.

Helstu rök fyrir útvistun:

  • Lækkun kostnaðar og betri yfirsýn.
  • Aukin áhersla stjórnenda og starfsmanna á kjarnastarfsemina, því sem þeir eru góðir í og gefur fyrirtækinu tekjur.
  • Aukið innra eftirlit.
  • Betri og markvissari upplýsingar til ákvarðanatöku.
  • Rekstrarlegur stuðningur og aðhald frá utanaðkomandi aðila.
  • Aðgengi að sérfræðiþekkingu og ráðgjöf.

 

Við hjá Viðskiptaþjónustunni viljum gjarnan veita þér þessa þjónustu.